Greinar
Greinar

Samansafn af greinum

Bati frá tilgangsleysi
Til­gangs­leys­ið sem hræð­ir okk­ur og vek­ur reiði staf­ar af mann­legu rang­læti, skrif­ar séra Bjarni Karls­son. „Hinu óhjá­kvæmi­lega í líf­inu mæt­um við með jafn­að­ar­geði en rang­læt­ið fær manns­sál­in ekki þol­að. Þarna er mun­ur­inn á Grinda­vík og Gaza.“
December 7, 2023
Friður og rétt­læti
Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis.
October 12, 2023
Tröll og forynjur
Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf.
January 10, 2023
Boðorðin tíu
Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu.
October 20, 2022
Fimm villur
Manst þú Ísland fyrir ósiðaskiptin? Manst þú þegar byrjað var að segja óþægilega hluti hérna; gagnrýna forseta lýðveldisins, hafa ekki bara skoðanir á dómum heldur dómurum, stugga við biskupum? Þetta var svona uppúr því þegar Berlínarmúrinn féll. Ekki fyrr.
January 9, 2022
Kirkja Sig­mundar Davíðs
Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar.
December 28, 2020
Hvað gerðist?
Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á.
October 16, 2019
Fjögurra ára reglan
Síðustu ár hef ég einkum starfað við sálgæslu meðfram rannsóknarnámi við HÍ. Erfitt er að segja hvort vinnan eða námið hefur kennt mér meira. Eitt sem ég hef nýlega lært af fólki og tel eiga erindi við almenning er Fjögurra ára reglan.
September 18, 2019
Sæll, Pence
Ágæti herra Pence, ég leyfi mér að ávarpa þig hér til þess að bjóða þig velkominn til landsins og segja þér hvernig ég hygg að þorra íslenskrar þjóðar líði gagnvart þér. Ég starfa sem prestur, tilheyri íslensku þjóðkirkjunni og ávarpa þig sem slíkur.
September 4, 2019
Kæri kennari
Viðfangsefni kennara er flóknara nú en nokkru sinni því aldrei hefur framtíðin verið óráðnari og erfitt að segja hvað kenna skuli ungmennum til að búa þau undir komandi tíma.
June 10, 2019
Dæmisaga
Maður nokkur vaknaði einn í húsi sínu því að maki hans og börn voru í burtu. Þá sagði hann við sjálfan sig: Nú tilkynni ég mig veikan í vinnunni, dreg fyrir alla glugga, hef ekki samband við nokkurn mann og nýt þess að vera einn heima í allan dag. Á morgun fer ég til vinnu eins og ekkert hafi í skorist.
June 7, 2019
Tilfinningatips
Sumur eru björt, ilmandi og máttug. Hvað skyldi maður eiga eftir að lifa þau mörg? Réttast að vera ekki í neinum tryllingi heldur gera þessa fáu sumardaga að endurnærandi hvíld og kærum minningum.
May 29, 2019
Ösku(r)dagur
Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka.
May 3, 2019
Réttlæti sem sanngirni
Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar.
March 4, 2019
Gott kynlíf
Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir.
February 6, 2019