Bók mín Bati frá tilgangsleysi var gefin út í nóvember 2023. Þar leitast ég við að bera framnothæfa guðfræði fyrir okkar öld. Textar bókarkápurnnar lýsa leiknum:
Bati er að vera farvegur næringar og fegurðar.
Viljir þú meta tilgang eigin lífs skaltu horfa á þig í augum barnanna sem eiga öryggi sitt og heilsu undir þér komna. Það sem þau sjá er sannleikurinn um þig.
Við erum það sem við miðlum.
Hvers vegna er mannlífið svona flókið og sárt? Hvaðan kemur allt þetta vesen?
Maðurinn er eina dýrið sem getur dáið úr tilgangsleysi. Hættan eltir okkur á röndum frá ástarmálum yfir í alþjóðamál – og nú ramba vistkerfi jarðar á barmi ójafnvægis í tómu tilgangsleysi.
Hvað er að?
Af sjónarhóli sálgæslunnar heitir það vanvirk hegðun. Skortur á læsi segja ýmsir siðfræðingar og fræðafólk. Í kristinni hefð er rættum tengslarof.
Eftir nútíminn hefur ekki efni á að hafna neinu formi mannlegrar þekkingar.Í þessari bók fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun. Fræði og sagnir mætast úr ólíkum áttum milli þess sem við prílum upp á baðstofuloftið hjá Bjarti í Sumarhúsum og tökum spjallið. Undir lágri súðinni á heimili allra landsmanna teiknast Sumarhúsaheilkennið upp fyrir augum lesandans uns við blasir inntak og eðli þess víðtæka tengslarofs sem hrjáir mannkyn.
