Æviágrip
Ekki fæddur í gær

Ég er fæddur þann 6. ágúst árið 1963 og upp alinn bæði í Vogahverfinu í Reykjavík og Mosfellsdalnum. Stúdentsprófinu lauk ég frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Við Jóna Hrönn Bolladóttir, sem nú starfar sem sóknarprestur Garðasókn, gengum í hjónaband sumarið 1987 og haustið 1990 var ég vígður til prests og ráðinn jafnt sem æskulýðsprestur í Laugarneskirkju og fangaprestur fyrsta árið í starfi. Ári síðar vorum við hjónin valin til starfa við Landakirkju í Vestmannaeyjum þar sem ég þjónaði sem sóknarprestur um sjö ára skeið uns leiðin lá í Laugarneskirkju í Reykjavík þar sem ég gerðist sóknarprestur í 16 ár.

Árið 2007 lauk ég meistaraprófi í siðfræði kynlífs og hjónabands frá HÍ og doktorsprófi í siðfræði árið 2020. Doktorsrannsókn mín fjallaði um fátækt og vistkerfisvanda í víðu samhengi. Haustið 2023 lét ég frá mér bókina Bati frátilgangsleysi. Skálholtsútgáfa annaðist alla framkvæmd en segja má að í bókinni sé rammaður inn kjarni meistara- og doktorsrannsókna minna í bland við langa starfsreynslu - og borin fram guðfræði fyrir 21. öld.

Ég hef gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sat m.a. í velferðarráði Reykjavíkur 2010–2012 og kom að stofnun Píetasamtakanna. Nú sinni ég sálgæslu, almennri prestsþjónustu og ýmissi fræðslu við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf í Reykjavík.

Fjölskylda Bjarna